Erlent

Aarhus með góðan sigur á Ajax | Birna Berg með 6 mörk

Aar­hus vann Ajax, 30 – 20, í botn­bar­áttuslag efstu deild­ar kvenna í Dan­mörku í hand­knatt­leik. Liðið tók for­yst­una strax snemma leiks og var sigurinn aldrei í hættu.

Birna Berg Har­alds­dótt­ir skoraði sex mörk fyr­ir Aar­hus en liðið sit­ur nú í 10. sæti með 10 stig og eru örugg með sæti sitt í deildinni. Staðan er ekki góð hjá Evu Björk og liðsfé­lög­um henn­ar í Ajax sem enn eru án sig­urs eft­ir 16 um­ferðir og í neðsta sæti með eitt stig.

Mynd / Aarhaus

Ummæli