Erlent

Barein sigraði Japan og tryggði sér sæti á HM

Japan undir stjórn Dags Sigurðsson mættu lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Barein í lokaleik milliriðli Asíu­móts­ins, en ljóst var að sigur liðið myndi tryggja sér sæti í undanúr­slit­um móts­ins. Bæði lið voru með tvö stig fyrir leikinn en Katar voru efstir með fullt hús stiga.

Það var því eitt sæti í boði og það hirti Barein undir stjórn Guðmundar en þeir reyndust mun sterkari í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur 29 – 21. Staðan í hálfleik var hins vegar jöfn 13 – 13 en Barein mættu mun öflugri eftir hálfleiks ræðu Guðmundar og sigruðu leikinn örugglega.

Barein mun mæta Sádi-Ar­ab­íu í undanúr­slit­um á meðan Kat­ar mæt­ir Suður-Kór­eu í hinni viður­eign undanúr­slita. Þess­ar fjór­ar þjóðir nú ör­ugg­ar með sæti á heims­meist­ara­mót­inu árið 2019 sem fram fer í Dan­mörku og Þýskalandi.

Ummæli