Erlent

Barein þurfi að játa sig sigraða gegn Katar

Það má með sanni segja að hjartað hafi mætt peningunum í morgun, þegar Barein mætti Katar í úrslitum Asíu leikanna.  Katar hafa lengi verið þekktir fyrir það að kaupa landsliðsmenn meðan Barein er ekki að gera þannig lagað í handboltanum.

Guðmundur hafði náð góðum árangri með Barein og var því komin með þá í úrslit gegn Katar í dag. Katar hafði unnið Barein stórt í milliriðlinum, en eins og við Íslendingar þekkjum þá vitum við að Guðmundur er frábær þjálfari sem nær besta fram úr öllum leikmönnum. Hann hafði því undirbúið sína menn mjög vel sem skilaði þeim frábærum leik. Staðan í hálfleik var 17 – 16 fyrir Barein og ljóst af mörgum leikmönnum Katar leist ekki á blikuna. Um miðjan seinni hálfleik kom samt smá slæmur kafli hjá Barein sem Katar nýtti sér og litu aldrei til baka og unnu tveggja marka sigur 33 – 31.

Ljóst að árangur Guðmundar með Barein er mjög góður en hann hefur þegar tryggt liðinu sæti á HM sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku árið 2019.

 

Ummæli