EM karla 2018

EM/HM

Frakkar tóku bronsið

Ríkjandi Ólympíumeistarar frá Danmörk tóku á móti ríkjandi heimsmeisturum frá Frakklandi í leik sem flestir hefðu spáð að yrði uppá gullverðlaun Evrópumeistaramótsins en var hinsvegar leikur uppá þriðja sætið.

Frakkar og Danir mættust í úrslitum á EM 2014 þar sem Frakkar höfðu betur og þau mættust svo einnig fyrir tveimur árum, 2016, í leik uppá fimmta sætið þar sem Frakkar höfðu einnig betur. Það var því ljóst að það yrði vel barist til lokamínútu leiksins enda mikið í húfi.

Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur og skiptust bæði lið á að leiða leikinn framan af. Nikola Karabatics komst fyrst á blað fyrir Frakka á 15. mínútu þegar hann minnkaði muninn í 10 – 9 en hann átti eftir að fara mikið í leiknum. Í kjölfarið fylgdi slæmur kafli hjá Dönum sem Frakkar nýttu sér vel og náðu þriggja marka forskoti þegar flautað var til hálfleiks, staðan 14 – 17. 

Nikola Karabatic | Mynd: EHF Euro

Frakkar byrjuðu síðari hálfleik af sama krafti og þeir enduðu þann fyrri og héldu Dönum í skefjum með 3-4. marka forskoti. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka náðu Frakkar 5 marka forskoti í stöðunni 23 – 28 og gerðu þá flestir ráð fyrir að þeir væru að landa þriðja sætinu. Þá tóku Danir hinsvegar leikinn aftur í sínar hendur undir leiðsögn Hans Lindberg sem skoraði 12 mörk fyrir Dani í leiknum. Danir minnkuðu muninn í 26 – 28 á rúmlega þriggja mínútna kafla. Danir hefðu geta minnkað muninn í eitt mark þegar Rasmus Schimidt var kominn einn í gegn í hraðaupphlaupi en þá flautaði dómarinn tvígrip á hann sem var rangur dómur. Við það virtustu Danir missa alla von og ljóst að Frakkar myndu landa þriðja sætinu. Svo fór að þeir sigldu sigrinum í höfn og höfðu betur 29 – 32. 

Nikola Karabatics var valinn maður leiksins en hann var frábær í leiknum fyrir Frakka og skoraði 9 mörk. Þá skoruðu Luc Abalo, Kentin Mahe og Cedric Sorhaindo hvor um sig 5 mörk. Hjá Dönum var Hans Lindberg frábær í hægra horninu og skoraði 12 mörk. Rasmus Schimidt og Casper Mortensen skoruðu 4 mörk hvor. Þá gerðu Frakkar vel í vörninni gegn Mikkel Hansen en hann skoraði einungis 2 mörk úr 7 tilraunum. Markmenn Frakka voru með 28% markvörslu samtals en þeir dönsku voru með 29%.

Ummæli