Innlent

Fríkastið tekur pásu

Okkur þykir leitt að tilkynna en vegna mikilla anna hjá starfsmönnum Fríkastsins þá hafa umsjónarmenn síðunnar komist að þeirri niðurstöðu að lítið sé hægt að gera en að setja síðuna á ís, í það minnsta tímabundið.

Við viljum þakka fyrir allar þær viðtökur sem við höfum fengið, jákvæðar sem og neikvæðar en við höfum reynt eftir mesta megni að halda umræðunni um handboltann hlutlausri og áhugaverðri. Það er auðvitað vitað að handboltahreyfingin er lítil á Íslandi og hjálpar það ekki þegar reynt er að lyfta umræðunni upp á næsta stall.

Umsjónarmenn Fríkastsins vilja þakka þeim föstu lesendum sem hafa heimsótt síðuna okkar vikulega en þeir telja á þúsundir. Þá höfum við ítrekað reynt að ná til styrktaraðila sem eru áberandi innan handboltans til viðhalda og auka umsvif vefsins en því miður hefur það verið án árangurs. Það hefur leitt til þess að rekstur vefsins skilar halla í hverjum mánuði og ómögulegt er að krefjast mikillar vinnu af starfsfólki þar sem lítill sem enginn ábati fer til þeirra. Við viljum þó nýta tækifærið og þakka þeim styrktaraðilum sem hafa aðstoðað okkur við að halda þessu verkefni gangandi hingað til.

Markmið Fríkastins var að auka umfjöllun um handboltann á Íslandi og viljum við meina að það hafa tekist. Við ætlum okkur í framhaldinu að halda áfram með innlegg á Facebook síðu okkar og vonumst eftir að þið takið þátt í umræðunni með okkur þar en síðan þakkar fyrir sig í bili.

ÁFRAM HANDBOLTINN!

Ummæli