Innlent

Grill 66 deild kvenna | Fylkir með sigur á FH

FH tók á móti Fylki í Grill 66 deild kvenna í kvöld en leikurinn átti upphaflega að fara fram í byrjun árs en var frestað.

Bæði lið töpuð stórt í síðustu umferð, FH tapaði fyrir ÍR með 8 mörkum en Fylkir steinlágu gegn KA/Þór með 14 mörkum.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fylkir leiddi að honum loknum 9 – 10. Fylkiskonur komu mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og sigruðu örugglega með fimm marka mun 20 – 15. Irma Jónsdóttir var atkvæða mest hjá Fylki með 9 mörk, þar af 5 úr vítum. Aþena Ríkharðsdóttir og Sylvía Björt Blöndal skoruðu 3 mörk hvor fyrir FH.

Eftir sigurinn er Fylkir komið upp fyrir Aftureldingu í 6. sætið með 8 stig, en FH stelpur eru í því 4 með 12 stig, stigi á undan Víkingum.

Ummæli