Innlent

Grill 66 deild kvenna | Fyrsti sigur Vals-U staðreynd | HK með góðan sigur

Tveir leikir fóru fram í Grill 66 deild kvenna í kvöld.

Í Breiðholtinu tóku heimakonur í ÍR á móti HK. ÍR gat með sigri minnkað forskot HK niður í eitt stig, en HK gat farið tímabundið á toppinn með sigri.

Leikurinn var jafn og spennandi og staðan í hálfleik var 12 – 11 fyrir heimakonur. Í síðari hálfleik voru það hins vegar HK konur sem voru sterkari og sigruðu leikinn 23 – 20.

Karen Tinna Demian var markahæst hjá ÍR með 6 mörk. Hjá HK skoraði Ana Blagojevic flest mörk eða 6 talsins.

Í Árbænum vonaðist Fylkir eftir að fylgja eftir góðum sigri á FH frá því á miðvikudag. Fylkisstelpur fengu Val-U í heimsókn en fyrir leikinn hafði Valur-U ekki enn fengið stig í deildinni í vetur. Valur-U fékk samtals eitt stig í deildinni í fyrra svo stigasöfnun hefur alls ekki verið í fyrirrúmi.

Vitandi þetta var ljóst að um skyldusigur var um að ræða hjá Fylkis liðinu en svo var alls ekki staðan. Liðið var undir í hálfleik 12 – 13 og á endanum tapaði leiknum 25 – 26. Valur-U fangaði vel sínum fyrstu stigum í vetur. Fylkir klúðraði hins vegar gullnu tækifæri á því að nálgast FH og Víking og komast nær sæti í umspilinu.

Eyrún Ósk Hjartardóttir og Irma Jónsdóttir skoruðu báðar 8 mörk fyrir Fylki en Ásdís Þóra Ágústsdóttir var algjörlega á eldi hjá Val og skoraði 12 mörk.

Ummæli