Innlent

Grill 66 | Stórsigur FH á Aftureldingur

Afturelding tók á móti FH í Grill 66 deild kvenna í dag. Þetta var síðasti leikur í 13. umferð og FH í mikilli baráttu um að komast í umspil og þurftu að sigra, eftir óvænt tap gegn Fylki í síðustu umferð.

Það var fljótlega ljóst í hvað stefndi en FH mættu miklu ákveðnar til leiks og leiddu eftir fyrri hálfleik með sex mörkum, 8 -14.
Í síðari hálfleik hélt FH áfram að valta yfir lánlausar Aftureldingar stelpur og enduðu á að vinna stórsigur 11 – 27, þar sem Afturelding skoraði aðeins 3 mörk á 30 mínútum í seinni hálfleik.

Mörk Aftureldingar: Þóra María Sigurjónsdóttir 5, Írís Kristín Smith 3, Sara Lind Stefánsdóttir 2, Jónína Líf Ólafsdóttir 1

Mörk FH: Sylvía Blöndal 9, Fanney Þóra Þórsdóttir 6, Arndís Sara Þórsdóttir 5, Aþena Arna Ríkharðsdóttir 4, Tanja Geirmundsdóttir 1, Embla Jónsdóttir 1, Andrea Valdimarsdóttir 1

Ummæli