Olís deild karla

Olís deildin

Leikmaður 15. umferðar Olís deildar karla

Það voru fáir sem stóðu jafn mikið út úr eins og Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson.

Leikmaður sem er að snúa til baka eftir að hafa spilað aðeins 7 af 14 leikjum fyrir áramót. Hann skoraði 11 mörk úr 15 skotum en 10 þeirra komu í seinni hálfleik og Valsmenn hreinlega réðu ekkert við hann.

Elvar Örn Jónsson | Mynd: UMFS

Að því sögðu er Elvar Örn Jónsson leikmaður 15. umferðar í Olís deild karla. Það er ekki spurning hvort Elvar Örn spili stórt hlutverk með landsliðinu á næstu árum. Einfaldlega hvenær…

 

Ummæli

Mælt með fyrir þig