Olís deild kvenna

Olís deildin

Leikmaður 15. umferðar Olís deildar kvenna

Það voru nokkra stelpur sem gerðu tilkall til þess að vera valdar leikmaður 15. umferðar Olís deildar kvenna.

Berta Rut Haraldsdóttir átti mjög góðan leik þegar Haukar gjörsigruðu Gróttu. Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir áttu fínan leik þegar Fram sigraði Selfoss. Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór fyrir liði sínu Stjörnunni í naumum sigri á Fjölni. Greta Kavaliuskaite átti fína leik fyrir ÍBV í frábærum sigri liðsins á Val en úr þeim leik kemur einmitt leikmaður umferðinnar.

Að þessu sinni er það Ester Óskarsdóttir sem vinnur leikmaður umferðinnar í annað sinn í vetur. Ester skoraði 10 mörk,  var sannur fyrirliði og leiddi ÍBV til sigurs gegn sterku liði Vals. ÍBV hafa átt fínasta mót og eru með 5 stiga forskot á Stjörnuna í baráttunni um 4. sætið. Ester hefur skarað fram úr í liði ÍBV en hún hefur skorað 90 mörk í vetur sem er frábær frammistaða og er með markahæstu konum deildarinnar.

Ester er því leikmaður 15. umferðar hjá Fríkastinu !

Mynd / ibvsport.is

1.umferð – Perla Ruth Albertsdóttir

2.umferð – Saga Sif Gísladóttir

3.umferð – Diana Satkauskaite

4.umferð – Ragnheiður Júlíusdóttir

5.umferð – Elín Jóna Þorsteinsdóttir

6.umferð – Maria Pereira

7.umferð – Elín Jóna Þorsteinsdóttir

8.umferð – Guðrún Erla Bjarnadóttir

9. umferð – Díana Dögg Guðmundsdóttir

10. umferð – Ester Óskarsdóttir

11. umferð – Diana Satkauskaite

12. umferð – Elísabet Gunnarsdóttir

13. umferð – Lovísa Thompsen

14. umferð – Sigurbjörg Jóhannsdóttir

Ummæli

Mælt með fyrir þig