EM karla 2018

EM/HM

Lið EM | Gottfridsson bestur

Lið EM var kynnt áður en úrslitaleikirnir fóru fram í gær. Flest var eftir bókinni en Hans Lindberg hlýtur að vera svekktur að komast ekki í lið mótsins sem hornamaður enda átti hann frábært mót og skoraði meðal annars 12 mörk í leiknum um bronsið.

Tékkinn magnaði Ondřej Zdráhala endaði lang markahæstur á mótinu en hann skoraði 55 mörk næstur kom Mikkel Hansen með 43 mörk.
Rasmus Lauge varð hins vegar atkvæðamestur ef mörk og stoðsendingar eru lagaðar saman. En hann kom að 76 mörkum, sex fleiri en Sander Sagosen.
Sagosen sendi hins vegar flestar stoðsendingar á mótinu eða 38.
Zdráhala var ekki aðeins markahæstur heldur var hann sá leikmaður sem tapaði boltanum oftast, eða 24 sinnum í 7 leikjum. Næstur kom Nikola Karabatic, en hann tapaði 19 og Lauge tapaði 17 boltum.

Urh Kastelic frá Slóveníu var með bestu % töluna yfir markmenn en hann lék aðeins tvo leiki. Í þeim tveim leikjum varði hann 41% allra bolta eða samtals 22 skot.
Vincent Gerard frá Frakkalandi kom með næst bestu prósentutöluna eða 37% en hann varði samtals 68 bolta. Jannick Green varð þriðji með 36% markvörslu og 49 varða bolta.

Björgvin Páll Gústavsson var með bestu prósentutölu af vörðu vítum á mótinu ásamt Viachaslau Saldatsenka frá Hvíta-rússlandi. Báðir voru þeir með 50% víta markvörslu.

Jim Gottfridsson miðjumaðurinn frábæri í liði Svía var valinn verðmætasti leikmaður mótsins, eða besti leikmaður mótsins. Eins og hefðin segir til um var hann ekki valinn í lið mótsins. Jakov Gojun frá Króatíu var valinn besti varnarmaðurinn.

Lið mótsins er þannig skipað

Markmaður: Vincent Gerard (Frakklandi) 
Hægra horn: Ferrán Sólé (Spánn)
Hægri skytta: Alex Dujshebaev (Spánn
Miðjumaður: Sander Sagosen (Noregur)
Vinstri skytta: Mikkel Hansen (Danmörk)
Vinstra horn: Manuel Štrlek (Króatíu)
Línumaður: Jesper Nielsen (Svíþjóð)

Ummæli

Mælt með fyrir þig