Innlent

Milan Zegerac gengur til liðs við Þrótt

Mynd / Þróttur

Þróttur Reykjavík hefur fengið góða styrkingu í Grill 66 deild karla, en liðið gekk í dag frá samningi við Milan Zegerac um að hann leiki með liðinu út þetta keppnistímabil.

Milan er hávaxinn örvhentur leikmaður sem á að leysa skyttstöðuna hægra meginn og gengur til liðsins frá serbenska liðinu RK Spartak Vojput. Hann verður í leikmannahópi liðsins gegn Selfoss þegar liðin mætast í 8. liða úrslit Coca-Cola bikarsins. Þróttur bindur miklar vonir við Milan um að hann hjálpi liðinu í baráttunni að komast upp í deild þeirra bestu. Þróttur er sem stendur í 5. sæti með 13 stig sjö stigum á eftir topp liði KA þegar sjö leikir eru eftir af deildinni.

 

Ummæli