Olís deild karla

Olís deildin

Olís deild karla | Afturelding með flottan sigur á Fram

Afturelding tók á móti Fram í 15. umferð Olís deildar karla í kvöld. Afturelding hafði gengið illa með Fram í vetur og tapað fyrir þeim bæði í deild og bikar og því ljóst að liðið leitaði hefnda í kvöld.
Mikil meiðsli herja á Aftureldingu sem sást að þeir voru aðeins með ellefu leikmenn á leikskýrslu.

Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu. Hins vegar náði Afturelding að slíta Fram frá sér í lok fyrri hálfleik og leiða í hálfleik 15 – 12.
Í síðari hálfleik bættu Afturelding við forskotið hjá sér en síðan fór þreytan að segja til sín og náðu Fram að minnka muninn niður í eitt mark, en nær komust þeir ekki og vann Afturelding frábæran þriggja marka sigur 26 – 23.

Lárus Helgi Ólafsson var lang besti maður vallarins en hann varði vel á annan tug skota í leiknum.  Ernir Hrafn Arnarsson var markahæstur fyrir Mosfellinga með 6 mörk og þeir Einar Ingi Hrafnsson og Gestur Ólafur Ingvarsson skorðu 5 mörk hvor. Hjá Fram var Andri Þór Helgason markahæstur með 6 mörk og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði 5.

Ummæli