Olís deild karla

Olís deildin

Olís deild karla | FH fór auðveldlega með Gróttu

Síðasti leikur í 15. umferð Olís deildar fór fram í kvöld þegar Grótta tók á móti FH. FH gátu með sigri endurheimt topp sæti deildarinnar sem ÍBV tók af þeim í gærkvöldi en Grótta þurfti nauðsynlega á stigum á halda í botnbaráttunni.

FH tóku strax frumkvæði í fyrri hálfleik og voru fjórum mörkum yfir að honum loknum 16 – 12. Í síðari hálfleik settu FHingar upp um einn gír og stungu af og sigruðu Gróttu að endanum með ellefu marka mun 35 – 24.

Óðinn Þór Ríkharðsson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu báðir 8 mörk fyrir FH en Pétur Hauksson var markahæstur hjá Gróttu með 7 mörk.

Ásbjörn Friðriksson | Mynd: fh.is

Ummæli