Olís deild karla

Olís deildin

Olís deild karla | ÍBV rótburstaði Víkinga

ÍBV tók á móti Víking í 15. umferð Olís deildar karla í dag. Víkingar voru fyrir leikinn í 11. sæti með 5 stig meðan ÍBV var í 2. sæti með 22 stig.

Leikurinn varð aldrei spennandi þar sem Víkingar einfaldlega mættu ekki til leiks og staðan var 16 – 7 í hálfleik fyrir ÍBV og úrslitin nánast ráðin. ÍBV komst í 26 – 10 og ljóst að Víkingar voru númer of litlir. Það fór svo að lokum að ÍBV vann sautján marka sigur 33 – 16. Með sigrinum jafnar ÍBV, FH á toppi deildarinnar en Víkingar eru áfram í 11. sæti með 5 stig.

Sigurbergur Sveinsson skoraði mest fyrir ÍBV eða 7 mörk og þeir Theodór Sigurbjörnsson og Róbert Aron Hostert skoruðu 5. Hjá Víkingum skoraði Jón Hjálmarsson mest eða 5 mörk.

Ummæli