Olís deild kvenna

Olís deildin

Olís deild kvenna | ÍBV burstaði Hauka

Síðasti leikur dagsins í Olís deild kvenna fór fram seinna partinn í dag. Sá leikur fór fram í Hafnarfirði en Haukar tóku á móti Eyjakonum. ÍBV hefur verið á miklu skriði að undanförnu og lögðu meðal annars Valskonur í síðustu umferð og tóku jafntefli gegn Haukum í Eyjum þar á undan.

Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda að þessu sinni. Haukar gátu hreinlega ekki neitt í fyrri hálfleik og skorðu aðeins 4 mörk, staðan 4 – 11 fyrir ÍBV. ÍBV gerði engin mistök í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur 14 – 25.

Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði ÍBV með 8 mörk og Ester Óskarsdóttir skoraði 7.
Hjá Haukum skoraði Guðrún Erla Bjarna­dótt­ir 3 mörk.

Haukar eru tveimur stigum á eftir Val með 24 stig, en ÍBV er komið með 22 stig.

Ummæli