Olís deild kvenna

Olís deildin

Olís deild kvenna | Stjarnan og Valur með örugga sigra

Valur fékk Selfoss í heimsókn á Hlíðarenda í dag. Hrafnhildur Hanna virðist ekki vera alveg klár í slaginn ennþá en hún sat á bekk Selfyssinga í leiknum. Valur gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en staðan var 16 – 8 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í þeim síðari skoruðu Selfyssingar aðeins 5 mörk og því alltof auðveld tvö stig fyrir Valskonur í dag, lokaúrslit 28 – 13. 

Díana Dögg Magnúsdóttir og Vigdís Birna Þorsteinsdóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val.

Á Seltjarnarnesinu fékk Grótta Stjörnuna í heimsókn. Stjarnan átti ekki í miklum vandræðum í þeim leik og höfðu betur með 14 marka mun. Lokaúrslit  22 – 36 en staðan í hálfleik var 11 – 18. Sólveig Lára Kjærnested skoraði 12 mörk í leiknum og Ramune Pekarskyte setti 4 mörk. Hjá Gróttu var það Savica Mrjkikj sem var atkvæðamest með 6 mörk.

Valur sitja ennþá á toppi deildarinn með 26 stig en Haukar geta jafnað þær að stigum hafi þær betur gegn ÍBV í dag.

Ummæli