Olís deild kvenna

Olís deildin

Pælingar 15. umferð Olís deildar kvenna

Pælingar eftir 15. umferð Olís deildarinnar

  • Hrun Gróttu er athyglisvert. Eftir flottan sigur á Fjölni hefur liðið fengið tvo slæma skelli gegn Selfoss og Haukum. Liðið virðist hafa brotnað við það að sigra Fjölni og ekki tekist að nýta sér meðbyrin í hina leikina.
  • Hvað er í gangi hjá Val? Eftir að þær fengu inn Önnu Úrsúlu hefur lítið gengið. Slæmt tap í Vestmannaeyjum setur deildarmeistaratitilinn í hættu. Það er spurning hvort Ágúst hafi gert rétt að taka inn Önnu og vera rugga bátnum þegar vel gekk.
  • Fjölnir fékk nýjan leikmann sem virðist styrkja leikmannahópinn. Arna Þyrí átti ágætis leik fyrir Fjölni sem líta mun líklegra út heldur en Grótta að bjarga sæti sínu. Fjölnir tapaði aðeins með þremur mörkum gegn Stjörnunni og voru inn í leiknum allan leikinn.
  • „Fram-lestin“ er komin af stað og ekkert fær hana stöðvað, það kæmi á óvart ef Fram myndi tapa leik eftir áramót í deildinni.

Ummæli

Mælt með fyrir þig