Olís deild karla

Olís deildin

Pælingar eftir 15. umferð Olís deildar karla

 • Grétar Ari Guðjónsson var á eldi í leik Fjölnis gegn ÍR en markvarslan hjá Fjölni heldur áfram að vera vandamál en markmenn Fjölnis klukkuðu ekki einn bolta í fyrri hálfleik. Það segir sjálft að það er ekki vænlegt til árangur. Ætli Fjölnismenn hafi leitað eftir styrkingu í janúarglugganum?
 • Björgvin Páll Rúnarsson var frábær í liði Fjölnis í fyrri hálfleik en hann skoraði 5 mörk og virðist ætla að koma sterkari til leiks á seinni hluta tímabilsins en hann olli vonbrigðum fyrir áramót. Fullt af hæfileikum í þessum strák en hann verður að sýna þá í heilan leik.
 • Sveinn Andri Sveinsson var frábær í leikstjórnendahlutverkinu hjá ÍR en hann stjórnaði eins og herforingi auk þess að skora 5 mörk.
 • Hákon Daði heldur áfram að vera frábær fyrir Hauka. Skoraði 8 mörk í sigri á Stjörnunni en hann fékk sénsinn með afrekshópi Íslands í byrjun janúar. Það er þó leiðinlegt að vinstri hornamannastaðan í landsliðinu er líklega best mannaða staðan. Leikmenn eins og Guðjón Valur, Bjarki Már og Stefán Rafn allir á undan honum inn.
 • Stjarnan líta alls ekki nógu vel út og þeir voru vissulega að mæta Haukum en það hljóta að vera gerðar meiri kröfur til Stjörnumanna sem sóttu sterka leikmenn fyrir tímabilið. 7. sæti er ekki ásættanlegur árangur en sætið undir Einari Jóns hlýtur að vera orðið ansi heitt.

Hákon Daði Styrmisson | Mynd: Facebook

 • Selfyssingar koma virkilega sterkir til baka eftir fríið með Elvar Örn Jónsson til baka. Og þvílík endurkoma sem það var, 11 mörk skoruð en hann fór fyrir sínum mönnum virðist taka framförum með hverjum deginum. Teitur Örn er á leið í atvinnumennskuna í sumar, er Elvar Örn næstur?
 • Snorri Steinn Guðjónsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val en hann náði ekki að knýja fram sigur með sínu liði. Hann skoraði eitt mark en hann hefur ekki spilað á tímabilinu og spurning hvort honum vanti leikæfingu?
 • Enn einn leikmaður að meiðast í liði Aftureldingar, þegar Gestur Ólafur fór meiddur af velli. Afturelding var með aðeins 11 leikmenn á skýrslu og þar sem Sveinn Aron er farinn aftur í Val þá er enginn eftir í hægra horninu eftir að Árni Bragi meiddist um daginn. Hvað mun Einar Andri gera og hvaða áhrif hefur þetta á Aftureldingu í framhaldinu?
 • Það eru sannarlega góðar fréttir fyrir deildina að Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson séu byrjaðir að dæma aftur saman í deildinni. Bjarki er búinn að vera með hinum og þessum en er nú byrjaður að dæma aftur með Gunnari og ef miða má við þessa 2 leiki í þessari umferð erum við komnir aftur með eitt besta parið á Íslandi
 • ÍBV sigraði Víking 33-16 en Víkingar litu vægast sagt illa út. Þetta verður hörð barátta á milli þeirra og Fjölnis í botnbaráttunni en það verður að segjast að Fjölnir líta þó örlítið betur út á þessum tíma.
 • Eyjamenn spiluðu fantavörn með Aron Rafn í fantaformi fyrir aftan sig. Hann hefur æft vel og ætlar að sýna og sanna að hann á enn landsliðssætið skilið. 67% markvarsla í fyrri hálfleik er algjört rugl og ef hann heldur uppteknum hætti þá verða fáir sem stoppa Eyjamenn.

Aron Rafn Eðvarsson | Mynd: EHF Euro

 • FH-ingar virka óstöðvandi í för sinni að deildarmeistaratitlinum. Fjarvera Gísla Þorgeirs virtist ekki hafa mikil áhrif en Óðinn Þór Ríkharðsson var frábær. Hann lítur svo sannarlega út fyrir að vera tilbúinn í atvinnumennskuna.
 • Grótta verður í vandræðum ef þeir sýna svona spilamennska en hinn ungi Pétur Hauksson kom vel út úr liði Gróttu með 7 mörk.

Ummæli

Mælt með fyrir þig