Olís deild karla

Olís deildin

Úrslit Olís deild karla | Grótta með flottan sigur á Stjörnunni

Fjórir leikir fóru fram í Olís deild karla í kvöld. Leik ÍBV og Fjölnis sem átti að fara fram í kvöld var frestað vegna veður en leikurinn fer fram á morgun. Þá lýkur umferðinni en Selfoss tekur á móti Aftureldingu annað kvöld.

Í Garðabænum mættu fengu heimamenn Gróttu pilta í heimsókn. Fyrri hálfleikur var hægur og lélegur og það tók Stjörnuna 7 mínútur að komast á blað. Eftir 30 mínútur var staðan 10 – 11 fyrir Gróttu. Grótta var sterkari aðilinn í leiknum og Hreiðar Levý í stuði í markinu var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Stjarnan virðust ráðþrota í sókninni og ljóst að þeir söknuðu Aron Dag mikið í þessum leik. Grótta vann á endanum frábæran tveggja marka sigur 24 – 26.
Egill Magnússon skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna en átti alls ekki góðan leik. Gerði mikið af klikkum sóknarlega og var arfaslakur varnarlega. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur hjá Gróttu með 6 mörk og Pétur Árni Hauksson kom næstur með 5 mörk, en hann átti mjög góðan dag.

Í Breiðholtinu tóku heimamenn á móti Val í hörkuleik. Valur vann fyrri leik liðanna með ólöglegu sirkusmarki og því ljóst að heimamenn vildu hefna fyrir það. Leikurinn var jafn og spennandi og staðan í hálfleik 14 – 15. Í síðari hálfleik reyndust Valsmenn aðeins sterkari og sigruðu leikinn með þremur mörkum 27 – 30.
Magnús Óli Magnússon skoraði 7 mörk fyrir Val en Bergvin Þór Gíslason og Daníel Ingi Guðmundsson gerðu báðir 6 mörk fyrir ÍR.

Haukar áttu ekki í neinum vandræðum með Fram í Safarmýrinni og unnu öruggan tíu marka sigur 24 – 34, staðan í hálfleik 10 – 16 fyrir Hauka.
Andri Þór Helgason fór á kostum fyrir lið Fram og skoraði helming marka liðsins eða 12 mörk. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur hjá Haukum með 8 mörk.

Þá burstaði FH Víkinga fyrr í kvöld með þrettán mörkum 35 – 22. Staðan í hálfleik var 17 – 8 fyrir FHinga. Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði 8 mörk fyrir FH og Óðinn Þór Ríkharðsson 7. Hjá Víkingum var það Egidijus Mikalonis sem var markahæstur með 5 mörk.

Ummæli